Þverárrétt er lögskilarétt fyrir Eyjahrepp. Hún er byggð á árunum 1850-1860 úr hraungrjóti. Almenningi var skipt í tvo hluta með tré-milligerð þegar mæðiveikin kom upp og fé fækkaði. Einnig er timbur-milligerði lögrétt fyrir ómerkinga. Fyrri lögskilarétt var í landi Söðulsholts og stendur að hluta enn.
Vestan við réttin stóð Þinghúsið, reist um eða fyrir 1840 og notað til 1890. Með réttinni liggur Lestarmannagatan forna undan Jökli og norður í land.
Skilamenn komu tveir frá hverju hrepp: Skógarströnd, Kolbeinsstaðahrepp og Miklaholtshrepp.
Akurholt og Hrossholt höfðu upprekstur á Rauðamelsfjall. Kolviðarnes hafði upprekstur á Dalsmynnisfjall og Skógarnesbæir á Þverárfjall. Þegar mæðiveikigirðingin kom 1938 milli Eyjarhrepps og Miklaholtshrepps hætti að koma fé frá Skógarnesbæjum en hinsvegar lenti Sel austan girðingar. Mæðiveikin kom upp í Deildartungu 1934 og barst hratt út um landið. Tvær girðingar voru reistar til að verja Snæfellsnes en báðar komu of seint. Allt fé á Snæfellsnesi var skorið niður og nýr stofn fengin 1950-1 að mestu frá vestfjörðum, Strandasýslu og nokkur lömb úr Öræfasveit.
Þverárrétt er um 2.300 fermetrar.
Réttarstjórar:
Kristján Jörundsson, Þverá -1922
Þorleifur Sigurðsson, Þverá 1922-1956
Guðmundur Sigurðsson, Höfða 1956-1973
Kjartan Halldórsson, Rauðkollsstöðum1973-19
Sesselja Oddsdóttir, Gerðubergi 19-1988
Halldór Jónsson, Þverá 1988-
Teikning unnin af Ásgeiri Gunnari Jónssyni, Þverá.
Smelltu á fyrirsögn undir mynd til að fá myndina sem pdf skjal.