Land jarðarinnar liggur norðan Stakkhamarslands vestan Straumfjarðarár. Það er að mestu leyti mýrlendi með klapparásum um miðhlutann.

Stór hluti Glámsflóa tilheyrir landinu. Nyrst er Ölfustjörn

Allt ræktunarland að kalla má þarf að ræsa fram. Landið er talið gott sauðland, einkum til vetrarbeitar

Laxveiði í Borgarholti í Straumfjarðará. Nokkurt varp fugla er í Glámsflóa.

Heimild

Byggðir Snæfellsness 1977 bls 289

Loftmynd Mats.is