Stakkhamar liggur að sjó vestan Straumfjarðarár, stærsti hluti hennar er mjög blaut mýri og er hluti hennar í svonefndum Glámsflóa. Sunnanvert við túnið, sem er vestast í landinu liggur Stakkhamarsnes til suðausturs út í sjóinn. Það er allt þurrt valllendi þar sem sjór fellur ekki yfir, en annað er sandur. Jörðin á veiði í Straumfjarðará, hlunnindi voru mikil af reka og selveiði, nokkurt æðarvarp er í Skíðishólma á Stakkhamarsfjörum. Stakkhamarsfjörur eru rómaðar reiðleiðir sem engan svíkja.
Heimasíðu (Blogg) Stakkhamars má skoða hér
Heimildir
Byggðir Snæfellsness 1977 bls 288
Loftmynd Mats.is
Árið 1944 flytja foreldrar Bjarna, Alexander Guðbjartsson og Kristjana Bjarnadóttir, að Stakkhamri frá Hjarðarfelli. Bjarni Alexandersson og Ásta Bjarnadóttir taka við búinu árið 1961 og búa enn á Stakkhamri.
Núverandi ábúendur á Stakkhamri eru Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson, ásamt dætrum sínum Alexöndru Ástu og Bjarndísi Erlu. Laufey og Þröstur tóku við búskap árið 2003 af foreldrum Laufeyjar, Bjarna og Ástu. Mjólkurframleiðsla er meginstoð búskaparins. Hrossarækt á sér áratuga sögu sem hefur verið til ánægju og yndisauka ásamt sauðfjárrækt.