Baulárvallavatn er inn af Dufgusdal 193 m.y.s og er að hluta til í Eyja- og Miklaholtshrepp.(Hreppamörk við Helgafellssveit liggja um vatnið).
Vatnið er um 1,6 km2 að stærð og 47 metra djúpt, þar sem það er dýpst. Vatnið er í um 193 m. yfir sjávarmáli. Þangað rennur Vatnaá og úr því rennur Baulá, sem síðar sameinast Straumfjarðará, sem er fræg fyrir góða laxveiði.
Vatnið sjálft er gott veiðivatn, sem gefur bæði urriða og bleikju. Fiskur er af þokkalegri stærð af vatnafiski að vera.
Tvær þjóðsögur fylgja vatninu og hægt er að lesa þær hér
Baulárvallavatn er skráð á Náttúruminjaskrá 1996
Heimildir.
Mynd