Gerðuberg er glæsilegur stuðlabergshamar í landi Gerðubergs í Eyja-og Miklaholtshrepp.
Gerðubergið er hluti af basalthrauni sem runnið hefur á hlýskeiði á síðari hluta ísaldar (á Tertíertímabilinu). það er ættað úr Ljósufjallamegineldstoðinni. Hraunið, sem er allmjög rofið af jöklum á yfirborði, er óvenju fallega stuðlað.
Stuðlarnir í því eru einstaklega reglulegir, 1-1,5m í þvermál, og nær hæst um 15 metrum.