Til bænda og búaliðs í Eyja- og Miklaholtshreppi

Bændareið 2014

Farið verður frá Borgarholti laugardaginn 19. júní, mæting kl. 13:30.  Riðið verður að Krossum þar sem drukkið verður ketilkaffi að hætti Þorgríms Leifssonar, en hann með aðstoð góðra vætta ætlar að hella uppá.  Þaðan verður riðið til baka, jafnvel fram í Stakkhamarsnes, allt eftir veðri og vindum.

Slegið verður upp veislu um kvöldið í Hrísdal kl. 20 þar sem boðið verður upp á mat eins og Rúnar Marvins og Gunni Palli geta einir gert í íslenskri sveit.  Veigar verða í boði á meðan birgðir endast, en frjálst er að bera með sér brjóstbirtu á pela.  Eftir matinn verður dansað inn í nóttina.

Gott væri að vita fyrir kl. 20 á sunnudag n.k. hve margir koma frá hverjum bæ svo að við getum áætlað í mat og drykk.

Myndina sem fylgir póstinum gerði Ragnheiður Þorgrímsdóttir og er hún einkennismyndin í ár.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja frá bændum í Borgarholti, Hrísdal, Miklaholti og Vegamótum.