Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar mánudaginn 8. september 2014 að Breiðabliki 21:00
Dagskrá:
Til afgreiðslu:
1. Farið yfir stöðuna fyrstu 6 mánuði ársins ásamt útgönguspá til ársloka.
2. Leitað frávika frá fjárhagsáætlun vegna skólans og reiknings frá hitaveitunni
3. Yfirlit skólastjóra um starfið í skólanum.
4. Stefnumótun um skólahald á sunnanverðu Snæfellsnesi.
5. Drög að gjaldskrám fyrir sveitarfélagið.
6. Drög að samþykktum fyrir sveitarfélagið.
7. Drög að siðareglum fyrir sveitarfélagið.
8. Kosin fulltrúi í fulltrúaráð Fjölbrautarskóla Vesturlands og einn til vara.
9. Fundargerð 29. fundar skipulags og byggingarnefndar frá 27. Ágúst.
10. Bréf frá Þresti Aðalbjarnasyni og Laufeyju Bjarnadóttur dagsett 4. september og varðar meðferð á málsgögnum vegna erindis dagsett 13. Júlí og beiðni um að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar að nýju en málið varðar beiðni um kostnaðarþátttöku leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags.
Til kynningar:
11. Fundargerð fjallskilanefndar frá 1. September 2014
12. Fjallskilaseðil fyrir 2014
13. Bréf Inga og Ragnhildar á Borg dagsett 22.08. og varðar gjaldskrá Breiðabliks.
14. Ályktun um varðveislu landbúnaðarlands frá aðalfundi Samtaka unga bænda 22. Mars 2014
15. Fundargerð 143 fundar Félagsmálanefndar Snæfellinga frá 2. September
16. Fundargerð aðalfundar Hitaveitu Eyja og Miklaholtshrepps frá 30. Júlí
17. Kynningarbæklingur frá Alta
Oddviti áskilur sér rétt til að loka fundi undir lið 10.
06.09. 2014
Eggert Kjartansson