Ráðgjafar á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verða með kynningu á sjóðnum á næstu dögum þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um gerð umsókna, styrkhæfni verkefna o.fl. Viðvera verður á eftirtöldum stöðum:
- Stykkishólmur mánudaginn 14 janúar kl.10.00-12.00 í ráðhúsinu í Stykkishólmi.
- Grundarfjörður mánudaginn 14 janúar kl.13.00-15.00 í ráðhúsinu í Grundarfirði.
- Ólafsvík mánudaginn 14 janúar kl.16.00-18.00 í Átthagastofu í Ólafsvík
- Búðardalur þriðjudaginn 15 janúar kl.13.00-15.00 í ráðhúsinu í Búðardal
- Akranesi þriðjudaginn 15 janúar kl.10.00-13.00 í Landsbankahúsinu við Akratorg 2 hæð
- Hvalfjarðarsveit þriðjudaginn 15 janúar kl.13.15-15.00 í ráðhúsinu á Hagamel
- Borgarnesi miðvikudaginn 16 janúar kl.10.00-12.00 á skrifstofu SSV að Bjarnabraut 8
Að þessu sinni verða veittir styrkir til atvinnuþróunar, nýsköpunar í atvinnulífi, menningarmála og stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands, en umsóknarfrestur rennur út 20 janúar n.k.
Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi http://ssv.is/ má nálgast ýmsar upplýsingar og þar er einnig að finna umsóknarformið http://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands/. Notaður er íslykill til innskráningar.