Atkvæði féllu þannig að F listi fékk 43 atkvæði og tvo menn í sveitarstjórn, en H listi 55 atkvæði og þrjá menn í sveitarstjórn. Á kjörskrá voru 104. Atkvæði greiddu 99 sem jafngildir 95% kosningaþátttöku, einn seðill var ógildur. Það er því ljóst að Eggert Kjartansson verður næsti oddviti í sveitarfélaginu. Aðrir frá H lista eru Atli Sveinn Svansson og Katrín Gísladóttir. Frá F lista verða í sveitarstjórn Þröstur Aðalbjarnason og Sigrún Erla Eyjólfsdóttir.