Það hefur verið unnið lengi af hálfu hreppsnefndar að því að skoða möguleikann á því að ljósleiðaravæða sveitarfélagið.

Létum við frumhanna kerfi fyrir okkur í janúar og nú á vormánuðum bauð Rarik út framkvæmdir í sveitarfélaginu og í því útboði var aukastrengur vegna ljósleiðara. Mikil vinna hefur verið lögð í það í sumar að fá fjarskiptafyrirtæki til samstarfs.

Niðurstaðan er hins vegar sú að sveitarfélagið mun standa straum að ljósleiðaravæðingu Eyja og Miklaholtshrepps og vonandi næst að klára það verk í ár.

Hreppsnefnd lítur á það sem samstarfsverkefni með íbúum, verktaka og Rarik. Nauðsynlegt er að við tökum höndum saman og göngum í þetta verk samfélaginu til heilla um ókomna tíð.

Rarik fer af stað eftir helgi og við líka en hreppsnefnd gengur frá nánara fyrirkomulagi í næstu viku og í beinu framhaldi verður það kynnt á íbúafundi.

Með kveðju,

Eggert Kjartansson
oddviti Eyja og Miklaholtshrepps.
Hofsstöðum
311 Borgarnesi
435 6870 eða 865 2400